2015-06-26 18:46:39 CEST

2015-06-26 18:47:39 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska
Fagfjárfestasjóðurinn ORK - Fyrirtækjafréttir

Fagfjárfestasjóðurinn ORK – Tilboð í skuldabréfaeign sjóðsins


Fagfjárfestasjóðurinn ORK er útgefandi skuldabréfaflokksins FORK 17 0901 sem er
skráður hjá Nasdaq Iceland. Sjóðnum hefur borist tilboð í stærstu eign sína sem
er skuldabréf útgefið af Magma Energy Sweden ab. Tilboðið felur í sér að
útgefandi gefi út nýtt skuldabréf til 12 ára að verðmæti sem nemur kr. 5.500
milljónum í USD. Vextir skuldabréfsins verða 5,5%. Jafnframt verða tryggingar í
formi undirliggjandi hlutabréfa í HS Orku 1.700 milljónir hluta. 

Samkvæmt 12. grein reglna sjóðsins mun sjóðurinn óska eftir afstöðu
Reykjanesbæjar til tilboðsins, geri Reykjanesbær það að tillögu sinni að
tilboðinu verði tekið mun sjóðurinn taka tilboðinu með fyrirvara um samþykki
tilskilins meirihluta kröfuhafa sjóðsins. 

Nánari upplýsingar veitir Rekstrarfélag Virðingar hf. sem er rekstraraðili
útgefanda í síma 5856500