2013-06-12 15:36:57 CEST

2013-06-12 15:37:57 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Fyrirtækjafréttir

Skuldabréfaútboð RARIK 13 1


Niðurstaða útboðs á skuldabréfum Rarik ohf.

Þann 11. júní 2013 hélt Rarik ohf. útboð á nýjum 20 ára skuldabréfaflokki með
auðkennið RARIK 13 1 fyrir allt að 1.000.000.000 króna að nafnvirði. Uppgjör
viðskipta fer fram föstudaginn 14. júní 2013. 

Veruleg umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en alls bárust tilboð að
nafnvirði 4.340.000.000 króna á 2,88% - 3,69% ávöxtunarkröfu. Ákveðið var að
taka tilboðum að nafnvirði 1.000.000.000 króna á ávöxtunarkröfunni 3,09%. 

Skuldabréfaflokkurinn RARIK 13 1 verður gefinn út rafrænt hjá
Verðbréfaskráningu Íslands hf. föstudaginn 14. júní 2013. Skuldabréfin eru til
20 ára og eru með jöfnum afborgunum, verðtryggð með vísitölu neysluverðs. 

Skv. skilmálum verða bréfin tekinn til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX
Iceland hf. fyrir árslok 2013. 

H.F. Verðbréf hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna.



Nánari upplýsingar veitir:
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
Sími: 528-9000