2013-06-14 11:17:45 CEST

2013-06-14 11:18:45 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Öll skilyrði vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Skipta hafa verið uppfyllt





Skipti hf. hefur þann 13. júní 2013 uppfyllt öll skilyrði vegna samnings um
fjárhagslega endurskipulagningu skulda félagsins, dags. 5. apríl 2013,  með
undirritun lánasamnings við Arion banka hf. að fjárhæð kr. 19 milljarðar og með
móttöku áskriftarloforða frá fagfjárfestum að nýjum skuldabréfaflokki félagsins
að fjárhæð kr. 8 milljarðar. 

Hefur framangreint í för með sér að þann 20. júní 2013 (i) verður öllum
skuldabréfum í skuldabréfaflokknum SIMI 06 01 skipt fyrir hlutafé í félaginu,
(ii) verður öllum kröfum Arion banka hf., sem ekki eru hluti af núverandi
forgangsláni félagsins, skipt fyrir hlutafé í félaginu og (iii) fær hver
kröfuhafi félagsins sem er aðili að framangreindum samningi greiddar kr.
2.000.000. 

Þá er gert ráð fyrir að núverandi forgangslán félagsins verði greitt upp að
fullu þann 5. júlí 2013 og með þeirri greiðslu lýkur fjárhagslegri
endurskipulagningu Skipta hf. 

Hluthafar Skipta hf. verða 128 talsins. 10 stærstu hluthafar verða:



Hluthafi                             Hlutur
Arion banki hf.                       38,3%
Lífeyrissjóður Verslunarmanna         13,2%
Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkisins   12,0%
Gildi lífeyrissjóður                   4,9%
Íslandssjóðir                          4,8%
Almenni lífeyrissjóðurinn              2,7%
Lífeyrissjóður verkfræðinga            2,6%
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn            2,2%
Festa lífeyrissjóður                   2,2%
Stafir lífeyrissjóður                  1,5%



Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.: „Það er mikið ánægjuefni að hafa
tryggt fjármögnun félagsins með farsælum hætti og þannig fullnægja síðasta
skilyrðinu sem stóð í vegi fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta hf.
Lykillinn að endurskipulagningunni er sá árangur sem hefur náðst í rekstri
félagsin á undanförnum misserum og ég vil þakka starfsfólki Skipta hf. og
dótturfélaga fyrir frábært starf. Framundan eru spennandi tímar á
fjarskiptamarkaði og við horfum nú björtum augum til framtíðar með öfluga nýja
hluthafa um borð. Með endurfjármögnuninni og endurskipulagningunni eru Skipti
hf. og dótturfélög í góðri stöðu til að vinna af krafti að því að þróa áfram
bestu fjarskiptalausnirnar fyrir íslensk fyrirtæki og neytendur, sem gera
miklar kröfur um úrvalsþjónustu og hagkvæmar lausnir.“ 

Frekari upplýsingar veita

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf. s. 550-6003

Pétur Þ. Óskarsson, s. 863-6075