2011-04-29 18:17:58 CEST

2011-04-29 18:18:58 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


Í dag var skrifað undir samninga milli Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs og
aðalmiðlara í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á
eftirmarkaði. Markmiðið með samningnum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að
lánsfé og efla verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði. 

Frá 1. júní 2011 hafa fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig
„aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Íslandsbanki, MP Banki, NBI
(Landsbankinn), Arion banki og Saga Fjárfestingarbanki. 

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson hjá Lánamálum ríkisins í síma
569 9600.