2016-02-11 11:22:25 CET

2016-02-11 11:22:25 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsbréf hf. - Ársreikningur

Rekstur Landsbréfa hf. skilaði 616 milljóna kr. hagnaði á árinu 2015


Landsbréf hf. hafa birt ársreikning ársins 2015.  Helstu niðurstöður voru
þessar: 

  -- Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 616 milljónum króna á árinu 2015,
     samanborið við 188 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2014.
  -- Hreinar rekstrartekjur námu 1.569 milljónum króna á árinu 2015 samanborið
     við 1.104 milljónir króna rekstrarárið 2014.
  -- Eigið fé Landsbréfa í árslok 2015 nam um 2.448 milljónum króna samanborið
     við 1.832 milljónir króna í lok 2014. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er
     samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 86,5%, en hlutfall þetta má lægst
     vera 8%.
  -- Í lok tímabilsins stýrðu Landsbréf eignum fyrir 31 sjóð og félög og eru
     hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum félagsins um 13 þúsund talsins.
  -- Starfsmenn voru 17 í árslok og hafði fækkað um einn á árinu.  
  -- Eignir í stýringu voru í árslok um 129 milljarðar króna samanborið við um
     111 milljarða króna árið áður.
  -- Ávöxtun sjóða Landsbréfa var almennt mjög góð á árinu 2015. Rekstur
     Landsbréfa gekk mjög vel á árinu 2015 og skilaði félagið góðum hagnaði eða
     616 milljónum króna. Rekstur félagsins á árinu 2015 einkenndist af góðum
     vexti og stækkuðu sjóðir félagsins vegna aukinnar sölu hlutdeildar í
     sjóðunum og eins góðrar ávöxtunar.  Landsbréf settu á stofn nokkuð af 
     nýjum afurðum á árinu og þar má td. nefna fagfjárfestasjóðinn Brunn
     vaxtarsjóð slhf., sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarverkefnum.
     Fjármögnun sjóðsins lauk í upphafi ársins 2015 og réðist sjóðurinn í fyrstu
     fjárfestingar sínar á árinu.



Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur félagsins gekk vel á árinu og skilaði eigendum góðri arðsemi. Á árinu
varð umtalsverður vöxtur á eignum í stýringu Landsbréfa og grunnur lagður að
heilbrigðum rekstri til framtíðar. Sjóðir Landsbréfa skiluðu fjárfestum almennt
góðri ávöxtun á árinu 2015 og þá ekki hvað síst hlutabréfasjóðir félagsins.
Landsbréf annast með rekstri sjóða sinna stýringu á fjármunum um 13 þúsund
viðskiptavina. Í því felst ábyrgð sem starfsfólk félagsins leggur metnað sinn í
að axla í þágu þessara viðskiptavina. Sá góði árangur sem náðist á árinu 2015
leggur grunninn að ánægju viðskiptavina og treystir þar með góðan rekstur
Landsbréfa, enda fara hagsmunir viðskiptavina og félagsins saman.“ 



Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason,
framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2511.