2009-08-27 11:35:31 CEST

2009-08-27 11:36:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Bakkavör Group hf. - Ársreikningur

Afkoma Bakkavör Group á öðrum ársfjórðungi og fyrri helmingi 2009


Aukin arðsemi, sterkt sjóðstreymi á ný og jákvæðar rekstrarhorfur

Helstu niðurstöður:

•  EBITDA* hagnaður eykst á öðrum ársfjórðungi um 5,7%, 7,9 milljarðar króna
   (37,3 m.punda) samanborið við 7,5 milljarða króna (35,3 m.punda) á sama
   ársfjórðungi 2008 

•  Bætt EBITDA* hlutfall á öðrum ársfjórðungi, 8,7% samanborið við 8,3% á öðrum
   ársfjórðungi 2008 

•  Hagnaður á öðrum ársfjórðungi 5,6 milljarðar króna (26,4 m.punda), samanborið
   við tap að fjárhæð 5 milljarða króna (23,5 m.punda) á öðrum ársfjórðungi
   2008, verulegur viðsnúningur sem nemur 10,5 milljörðum króna (50 m.punda) 

•  Hagnaður á hlut 1,2 pens á öðrum ársfjórðungi samanborið við 1,1 pens tap á
   sama ársfjórðungi 2008 

•  Áframhaldandi aukning í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í
   Bretlandi, 7%** aukning á öðrum ársfjórðungi sem einkum má rekja til aukinnar
   sölu í flokki tilbúinna rétta
•  Handbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegna
   hagræðingaraðgerða 9,9 milljarðar króna (46,4 m.punda) á öðrum ársfjórðungi
   2009, 76% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra 

•  Gert er ráð fyrir áframhaldandi rekstrarbata á þriðja fjórðungi ársins og
   gera stjórnendur nú ráð fyrir 25% aukningu EBITDA* á tímabilinu. Jafnframt
   gerir EBITDA* áætlun fyrir árið ráð fyrir 20% framlegðaraukningu, að framlegð
   verði 27,4 milljarðar kr. (130 m.punda) á árinu. 

Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

EBITDA* hagnaður félagsins hefur aukist töluvert undanfarið, en eins og
áætlanir okkar gerðu ráð fyrir þegar við birtum uppgjör fyrir fyrsta
ársfjórðung í maí síðastliðnum eru hagræðingaraðgerðir sem félagið hefur ráðist
í farnar að skila töluvert bættum rekstrarárangri. Sjóðstreymi hefur einnig
styrkst verulega með aukinni hagkvæmni í rekstri, bættri arðsemi og stýringu
veltufjármuna. Við gerum ráð fyrir að sjóðstreymi félagsins haldi áfram að
styrkjast á seinni hluta ársins þegar árangur hagræðingaraðgerðanna kemur betur
í ljós. 

Sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum í Bretlandi heldur áfram að aukast
og jókst sala tilbúinna rétta, einum af lykilvöruflokkum Bakkavarar, um 10% á
tímabilinu. Er þetta til marks um sterka stöðu félagsins og hæfni til að aðlaga
framleiðslu að breyttri neysluhegðun. 

Félagið byggir nú á traustum grunni til áframhaldandi vaxtar afkomu og tekna í
framtíðinni og byggir endurskoðuð spá stjórnenda um EBITDA markmið í lok árs á
þeim forsendum. 

Samningaviðræður við helstu lánveitendur móðurfélagsins á Íslandi um
endurfjármögnun skulda eru komnar vel á veg. Góður gangur er í viðræðunum og
vonumst við til að geta tilkynnt um niðurstöður viðræðna innan skamms. Þessar
viðræður fylgja í kjölfar samninga um endurfjármögnun allra rekstrarfélaga
samstæðunnar í mars síðastliðnum, sem tryggir þeim rekstrarfjármögnun næstu
þrjú árin. 


Frekari upplýsingar veita:
Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Sími: 550 9700

Richard Howes, fjármálastjóri
Sími: 550 9700

Snorri Guðmundsson, fjárfestatengsl
Sími: 550 9710/ 858 9710



*EBITDA að undanskildum einskiptiskostnaði vegna hagræðingar
** Sala leiðrétt m.t.t. framleiðslu sem var hætt vegna hagræðingar