2016-10-26 17:33:34 CEST

2016-10-26 17:33:34 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Ársreikningur

Vátryggingafélag Íslands hf. - árshlutauppgjör


Afkoma af fyrstu níu mánuðum ársins 2016

Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016 var
staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. október
2016.  Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af
endurskoðendum félagsins. 

Helstu niðurstöður

  -- Hagnaður af rekstri nam 592 m.kr. samanborið við 1.989 m.kr. hagnað fyrir
     sama tímabil 2015.
  -- Samsett hlutfall var 102,1% en var 104,7% á sama tíma í fyrra.
  -- Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.038 m.kr. samanborið við 2.973 m.kr.
     2015.
  -- Gjaldmiðlatap vegna eigna sem tilheyra erlendri starfemi nam 529 m.kr. á
     tímabilinu.

Jakob Sigurðsson, forstjóri

„Það er jákvætt að sjá hve mikið innlend iðgjöld hafa aukist það sem af er ári,
eftir nokkurra ára stöðnun, eða um  11,2% frá sama tíma í fyrra. Vöxturinn
helgast bæði af hærra meðaliðgjaldi og talsverðri fjölgun skírteina þar sem
nýjum viðskiptavinum fjölgar og núverandi eiga í meiri viðskiptum við okkur en
áður.   Samsett hlutfall var nokkru lægra en það var á sama tíma í fyrra sem er
vel en afkoma af vátryggingastarfseminni var þó ekki í samræmi við væntingar. 
Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel við erfiðar markaðsaðstæður, og nam
3,1%.  Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starsemi félagsins hefur
veruleg áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 529 m.kr. á fyrstu
níu mánuðum ársins.“ 

Arðgreiðsla og eigin kaup

Aðalfundur félagsins sem haldinn var þann 16. mars s.l. samþykkti arðgreiðslu
að fjárhæð 2.067 m.kr. sem greidd var til hluthafa þann 15. apríl s.l.  Félagið
keypti eigin hluti fyrir 574 milljónir króna á fyrstu níu mánuðunum og átti
alls um 3,2% af heildar eigin fé í lok september. 

Gjaldþolshlutfall í lok september var 1,83.

Víkjandi skuldabréf – skráning á Aðalmarkað NASDAQ Iceland

Í lok febrúar gaf félagið út víkjandi skuldabréf að nafnverði 2.500 m.kr. en
útgáfa skuldabréfanna er liður í endurskipulagningu á fjármagnsskipan félagsins
og tilheyrir hún eiginfjárþætti 2.  Skuldabréfin voru tekin til viðskipta á
Aðalmarkaði NASDAQ Iceland hf. þann 29. júlí s.l. 

Horfur

Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en
ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið
2015. 

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn hjá VÍS í Ármúla
3, 5. hæð, þann 27. október n.k. kl. 8:30. Þar kynnir Jakob Sigurðsson
forstjóri VÍS afkomu félagsins og svarar spurningum. Kynningarefni fundarins
verður aðgengilegt að honum loknum á vef VÍS: www.vis.is 

Fjárhagsdagatal

Viðburður                                Dagsetning:

Þriðji ársfjórðungur           26. október 2016

Ársuppgjör 2016               23. febrúar 2017

Aðalfundur 2017                   16. mars 2017

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Jakob Sigurðsson forstjóri í síma 560-5000 og í
netfangi fjarfestatengsl@vis.is.