2016-10-26 18:57:42 CEST

2016-10-26 18:57:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Flutningur höfuðstöðva og samkeppni á farsímamarkaði hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2016 var samþykktur
af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. október 2016.

  * Tekjur námu 3.443 m.kr. og standa í stað m.v. þriðja ársfjórðung 2015
  * Framlegð 1.657 m.kr., lækkun um 5% miðað við sama tímabil 2015
  * EBITDA hagnaður nam 927 m. kr., lækkun um 10% milli ára
  * EBITDA hlutfall 26,9% og EBIT hlutfall 16,8% á fjórðungnum
  * Hagnaður tímabilsins nam 391 m.kr. sem er 22% lækkun frá þriðja ársfjórðungi
    2015
  * Eiginfjárhlutfall nam 45,1%
  * EBITDA horfur fyrir árið færðar niður og eru nú áætlaðar í kringum 3,1
    milljarður fyrir árið 2016


Stefán Sigurðsson, forstjóri:

"Rekstur  Fjarskipta hf.  á þriðja  fjórðungi varð  fyrir áhrifum  af flutningum
félagsins,  samkeppni  og  verðlækkunum  á  farsímamarkaði á fyrri hluta ársins.
Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna, einkum í tengslum
við  flutninga og  skil á  eldri höfuðstöðvum  í Skútuvogi en einnig undirbúning
nýrra  höfuðstöðva við  Suðurlandsbraut. Lækkun  í framlegð  á fjórðungnum kemur
einnig  að nokkrum hluta til vegna einskiptisliða við kaup á efni til styrkingar
sjónvarpsþjónustu  félagsins  og  gefur  því  ekki  góða  mynd af framtíðarþróun
félagsins.  Meðaltekjur  af  viðskiptavinum,  bæði einstaklingum og fyrirtækjum,
lækkuðu  og  höfðu  áhrif  á  tekjuvöxt  á  fjórðungnum þrátt fyrir góða fjölgun
viðskiptavina  það sem af  er árs. Áhrif  hagræðingaraðgerða sem hófust á fyrsta
ársfjórðungi  héldu áfram að  skila árangri. Aukning  launakostnaðar félagsins á
fjórðungnum  á milli ára er t.a.m. innan við helmingur af hækkun launavísitölu á
ársgrundvelli.

Ofangreint  og  fyrirsjáanlegur  einskiptiskostnaður  vegna skoðunar félagsins á
mögulegum  kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta  365 gerir að verkum að félagið
lækkar  nú EBITDA horfur þannig  að þær verða nú  í kringum 3,1 milljarður fyrir
árið.

Áhrif  kjarasamningshækkana,  lækkunar  verðs  á  farsímamarkaði  á  Íslandi  og
Færeyjum og húsnæðismála eru metin yfir 400 milljónir króna á fyrstu níu mánaðum
ársins sem höfðu á endanum áhrif á EBITDA horfur ársins.

Þrátt  fyrir lækkun EBITDA horfa er útlit  fyrir að ýmis verkefni sem fyrirtækið
hefur  unnið að muni hafa jákvæð  áhrif á árinu 2017. Lægri starfsmannakostnaður
mun hafa jákvæð áhrif á næsta ári, húsnæðiskostnaður félagsins mun dragast saman
frá  byrjun árs og  hagræðing í tengslum  við Sendafélagið mun  hafa aukin áhrif
þegar líður á árið. Horfur félagsins fyrir árið 2017 verða kynntar í heild sinni
þegar þær liggja fyrir.

Félagið vinnur enn að áreiðanleikakönnun á ljósvakamiðlum og fjarskiptastarfsemi
365. Gert er ráð fyrir niðurstöðu í þeim viðræðum á fjórðungnum."


[]