2016-03-17 16:01:40 CET

2016-03-17 16:01:40 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Ársreikningur

Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur ársins 2015


Rekstur og afkoma ársins 2015
Hagnaður ársins nam 1.046 milljónum króna samanborið við 247 milljónir króna
árið 2014. Afkoma ársins fyrir óreglulega liði nam 818 milljónum króna
samanborið við 711 milljónir króna árið 2014. Mismunur á milli ára skýrist af
tekjufærslu á árinu vegna dóms Hæstaréttar þar sem Lánasjóðurinn var dæmdur til
að greiða 190 m.kr. vegna gengisláns. Það er lækkun frá dómi Héraðsdóms úr
370,4 m.kr, samtals 246,4 og því um tekjufærslu að ræða. Ef ekki væri fyrir þá
tekjufærslu væri afkoma ársins í samræmi við undanfarin ár. 

Heildareignir sjóðsins í lok árs voru 77.111 milljónir króna á móti 76.782
milljónum króna í árslok 2014. Heildarútlán sjóðsins námu 71.134 milljónum
króna í lok árs samanborið við 71.347 í árslok 2014. Þá nam eigið fé 16.712
milljónum króna á móti 15.666 milljónum króna í árslok 2014 og hefur hækkað um
6,7% á árinu. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er
79% en var 68% í árslok 2014. 

Framtíðarhorfur
Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem unnið
hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin
með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé
á hagstæðum kjörum. Væntingar stjórnenda standa til að afkoma af hefðbundinni
starfsemi verði í samræmi við það sem verið hefur undanfarin ár. 

Kynningarfundur
Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 18. mars
2016 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson
framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara
spurningum. Kynningin hefst kl. 8:30. 


Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.