2017-06-27 11:13:38 CEST

2017-06-27 11:13:38 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða skilyrtra endurkaupa Arion banka á EUR 300.000.000 3,125% skuldabréfum sem eru á gjalddaga 2018


Arion banki hefur í dag tilkynnt í kauphöllinni í Lúxemborg um niðurstöður á boði til eigenda EUR 300.000.000 3.125% skuldabréfaflokks sem er á gjalddaga árið 2018 (ISIN: XS1199968303) um að selja bankanum skuldabréfin fyrir greiðslu í reiðufé.

Tilkynnt var um tilboðið þann 19. júní 2017 og var það háð ákvæðum og skilyrðum sem fram koma í greinargerð um endurkaupin (e. Tender Offer Memorandum).

Tímafrestur til að samþykkja tilboðið rann út klukkan 15:00 að íslenskum tíma þann 26. júní 2017.

Að tímafresti loknum bauðst bankanum að kaupa samtals EUR 137.610.000 að nafnvirði. Bankinn hefur ákveðið að kaupa tilbaka skuldabréf að fjárhæð EUR 100.000.000 að nafnvirði og mun þannig samþykkja endurkaup sem nema 73,307% af þeim skuldabréfum sem bankanum stóð til boða að kaupa til baka. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.