2024-06-28 18:55:00 CEST

2024-06-28 18:55:01 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íslandsbanki hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Íslandsbanki hf.: Árlegt mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf Íslandsbanka


Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir 2. stoð R (e. Pillar 2).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Íslandsbanka liggur nú fyrir. Bankinn skal frá og með 30. júní 2024 viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 1,8% af áhættugrunni, sem er lækkun um 0,6 prósentustig frá fyrra mati. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka 31. mars 2024, lækkar við það úr 20,2% í í 19,6%.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar könnunar- og matsferlinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.