2007-12-14 10:43:32 CET

2007-12-14 10:43:32 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
FL GROUP hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Nipurstöður hluthafafundar FL Group sem fram fór þann 14. desember 2007


Niðurstöður hluthafafundar FL Group


Hluthafafundur í FL Group var haldinn í dag, 14. desember kl. 8.30 og voru
eftirfarandi tillögur lagðar fyrir fundinn og samþykktar samhljóða. 


1.	Hluthafafundur samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að hækka
hlutafé félagsins um allt að kr. 3.659.265.291 að nafnverði með útgáfu nýrra
hluta á genginu 14,7 til að efna samning við Baug Group og tengd félög um kaup
FL Group á hlutum í fasteignafélögum og -sjóðum. 

Samþykkt var að 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins verði svohljóðandi:
	
„Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 5.675.999.576
króna að nafnverði með sölu nýrra hluta þannig:	 

[Liðir a-c verði óbreyttir, en inn komi nýr d-liður, svohljóðandi:]
d.	Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr.
3.659.265.291 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á genginu 14,7. Hlutirnir
verða eingöngu nýttir til að fjármagna kaup FL Group hf. á hlutum í
fasteignafélögum og -sjóðum af Baugi Group hf. og tengdum félögum og afhentir
Baugi Group í því skyni, samkvæmt samningi dags. 4. desember 2007. Stjórninni
er heimilt að gefa út aukningarhlutaféð án þess að forgangs¬réttar¬ákvæði 34.
greinar laga nr. 2/1995 um hlutafélög og ákvæði 4. gr. samþykkta félagsins eigi
við. Að teknu tilliti til framangreinds ákveður stjórn félagsins þau atriði sem
tilgreind eru í 36. gr. hlutafélagalaga, þ.á m. frest til áskriftar, fresti til
greiðslu og frá hvaða tíma nýir hlutir veita réttindi í félaginu. Samkvæmt
framangreindu er heimilt að greiða hina nýju hluti með öðru en reiðufé.“ 
2.	Hluthafafundur samþykkti breytingu á heimilisfangi félagsins.

Samþykkt var að 2. gr. samþykkta félagsins verði svohljóðandi: 

„Heimili félagsins er að Síðumúla 24, 108 Reykjavík.“

3.	Hluthafafundur samþykkti breytingu á tilgangi félagsins.

Samþykkt var að 3. gr. samþykkta félagsins verði svohljóðandi:

„Tilgangur félagsins er að starfa sem fjárfestingafyrirtæki þ.e. að ávaxta fé,
sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með fjárfestingum, þar á meðal í
dóttur- og hlutdeildarfélögum.“ 

4.	Stjórnarkjör.

Eftirtaldir aðilar voru sjálfkjörnir í stjórn félagsins fram að næsta aðalfundi
félagsins. 

Aðalmenn:
Gunnar S. Sigurðsson, kt. 091169-3559
Hannes Smárason, kt. 251167-3389
Jón Ásgeir Jóhannesson, kt. 270168-4509
Kristín Edwald, kt. 150471-5329
Pálmi Haraldsson, kt.  220160-3789
Þórður Már Jóhannesson, kt. 080773-5529
Þorsteinn M. Jónsson, kt. 180263-3309

Varamenn:
Peter Mollerup, kt. 220173-2759
Smári S. Sigurðsson, kt. 030847-3349


Nánari upplýsingar veita:

Halldór Kristmannsson
Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs
Sími: +354 591 4400 / 669 4476
Tölvupóstfang: halldor@flgroup.is


Um FL Group hf.

FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið,
FIG, Private Equity og Capital Markets.  FIG hefur umsjón með
áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.  Private Equity
heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að
fjárfestingarstefnu félagsins.  Capital Markets svið félagsins hefur umsjón með
markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu-
og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins Höfuðstöðvar FL Group eru í
Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofu í London. FL Group fjárfestir í
félögum um allan heim en leggur sérstaka áherslu á fjárfestingar í Evrópu. FL
Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar
félagsins eru rúmlega 4.000 talsins. 


Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.