2014-01-06 10:00:05 CET

2014-01-06 10:01:06 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Nýherji hf. - Fyrirtækjafréttir

Nýherji hf. selur Dansupport A/S


Nýherji hf. hefur selt danska félagið Dansupport A/S til fjarskipta- og
upplýsingatæknifélagsins Jansson Kommunikation A/S.  Dansupport er
þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem sérhæfir sig í innviðum
upplýsingakerfa, samþættum samskiptum (Unified Communications) og þróun á
lausnum fyrir IP símtækni. Um 30 manns unnu hjá félaginu á árinu 2013. Félagið
var stofnað árið 1987 og varð hluti af Nýherjasamstæðunni árið 2007. Tekjur
Dansupport á árinu 2012 voru um 50 milljónir DKK. 

Söluverð Dansupport er trúnaðarmál.  Salan mun hafa óveruleg áhrif á niðurstöðu
rekstrar- og efnahagsreiknings Nýherja hf. fyrir árið 2013, en mun treysta
lausafjárstöðu félagsins og skerpa áherslur í starfsemi þess. 

 „Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að stefnumótun og endurskilgreiningu á
megináherslum Nýherja samstæðunnar. Markmiðið með slíkri vinnu er að skapa
skarpari sýn á grunnstoðir félagsins og þá markaði, viðskiptavini og lausnir
sem áhersla verður lögð á til næstu ára. Sala á Dansupport er í takt við
breyttar áherslur sem vænta má í starfsemi Nýherja, sem munu miða að því að
efla þjónustu- og lausnaframboð á sviði upplýsingatækni á íslenskum
fyrirtækjamarkaði.  Við þökkum stjórnendum og starfsfólki Dansupport afar gott
samstarf á undanförnum árum.“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. 

Nýherji hf. er skráð hlutafélag í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland) undir
auðkenninu NYHR. Hjá Nýherja samstæðunni starfa um 500 manns. Dótturfélög þess
eru TM Software og Applicon, en Applicon hefur starfsemi á Íslandi, Danmörku og
Svíþjóð. Heildarvelta Nýherja hf. var 14.182 mkr ISK á árinu 2012.