2015-03-23 11:54:59 CET

2015-03-23 11:56:00 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel endurskipuleggur starfsemi sína í Danmörku


Framleiðslustarfsemi Marel í Bornholm, Danmörku verður sameinuð starfseiningu
félagsins í Aarhus, Danmörku. Framleiðslustarfsemi Marel í Bornholm sem nær
yfir þróun og framleiðslu á háþróuðum hlutunarlausnum (e. portioning) fyrir
fisk-, kjúklinga- og kjötiðnað verður flutt til Aarhus sem er miðstöð Marel
fyrir lausnir á sviði pökkunar og þjarka (e. fixed weight packaging and
robotics) 

 Flutningurinn mun verða til þess að starfsemi félagsins í hlutunarlausnum
verður sameinuð undir einu þaki sem mun styðja þessa starfsemi innan félagsins
og styrkja samkeppnis- og markaðsstöðu félagsins á þessu sviði.
Rekstrarniðurstaða þessarar starfsemi hefur verið góð og mun flutningurinn gera
félaginu kleift að auka skilvirkni og vera betur í stakk búið fyrir frekari
framgang og vöxt á þessu sviði. 

Flutningar á framleiðslustarfsemi frá Bornholm til Aarhus munu hefjast í mars
2015 og verður aðgerðinni að fullu lokið fyrir árslok 2015. Aðgerðin nær til um
það bil 40 starfsmanna og mun Marel í gegnum allt ferlið styðja við þá
starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á og verður þeim m.a. boðið að flytja til
Aarhus. 

Aðgerðin er í samræmi við markmið áætlunarinnar um einfaldara og skilvirkara
Marel (e. Simpler, Smarter, Faster) og styður þá stefnu félagsins að auka
slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot og
sterka markaðsstöðu