2010-12-29 16:41:14 CET

2010-12-29 16:42:14 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2011



Áætlað er að fjárþörf ríkissjóðs nemi 130 ma.kr. Fjárþörf verður mætt með
útgáfu ríkisverðbréfa að fjárhæð 120 ma.kr. og með lækkun innstæðna ríkissjóðs
í Seðlabankanum um 10 ma.kr. Hrein útgáfa ríkisbréfa verður um 67 ma.kr. 
Áætlað er að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nemi 57,4 ma.kr. Á árinu er á
gjalddaga einn flokkur ríkisbréfa að fjárhæð 53,4 ma.kr. og ennfremur er stefnt
að lækkun ríkisvíxla um 12 ma.kr. Þá nema aðrar afborganir 7,2 ma.kr.
Heildarfjárþörf ríkissjóðs er því áætluð 130 ma.kr. 
Útgáfa á nýjum 10 ára óverðtryggðum skuldabréfaflokki.
Útgáfa á nýjum 20 ára óverðtryggðum skuldabréfaflokki.
Mánaðarleg útgáfa á nýjum 6 mánaða ríkisvíxlum.
Á árinu er ein erlend skuldabréfaútgáfa og eitt erlent bankalán á gjalddaga. Um
er að ræða 638 m. evru skuldabréfaútgáfu sem gjaldfellur í desember og
sambankalán að fjárhæð 75 m. evra sem gjaldfellur í september. Stefnt er að
endurfjármögnun á árinu.