2017-10-04 11:08:20 CEST

2017-10-04 11:08:20 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsbankinn hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Landsbankinn semur um viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf


Landsbankinn hf. hefur undirritað samninga við Arion banka hf., Íslandsbanka hf.
og Kviku hf. um viðskiptavakt á eftirmarkaði með sértryggð skuldabréf útgefin af
Landsbankanum.   Skuldabréfin  eru  skráð  á  Nasdaq  Iceland  og  taka  skyldur
viðskiptavaka samkvæmt samningi gildi þann 4. október 2017.

Viðskiptavakar munu fyrir opnun markaða dag hvern setja fram kaup- og sölutilboð
í  sértryggð  skuldabréf  útgefin  af  Landsbankanum.  Lágmarksfjárhæð tilboða í
markflokka  og flokka sem áður hafa verið skilgreindir sem markflokkar skal vera
80 m.  kr.  að  nafnverði  en  hafi  flokkur  ekki  náð  10 ma. kr. stærð miðast
tilboðsstærð  við 60 m. kr. að lágmarki.  Markflokkar eru LBANK CB 21, LBANK CBI
24 og  LBANK CBI 28. Flokkar sem áður hafa verið skilgreindir sem markflokkar en
eru  ekki  lengur  í  reglulegri  útgáfu  eru  LBANK  CB  19 og  LBANK  CBI 22.
Lágmarksfjárhæð tilboða í aðra flokka sem samningurinn tekur til er 20 m. kr. að
nafnverði.

Skyldur  einstakra  viðskiptavaka  falla  niður  á  tilteknum  viðskiptadegi  ef
viðskiptavaki  hefur átt  viðskipti (tilgreind  "AUTO") með sértryggð skuldabréf
fyrir 500 m. kr. að nafnverði samanlagt í þeim flokkum sem samningurinn nær til.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða ákvarðast af verði gildra tilboða og tekur mið
af  árafjölda  til  lokagjalddaga  sértryggðu  skuldabréfanna, á hverjum tíma, í
samræmi við eftirfarandi töflu:

+---------------------------------------+
|Tími til lokagjalddaga Hámarksverðmunur|
+---------------------------------------+
|      0 - 6 mán             Enginn     |
|                                       |
|     6 mán - 2 ár           0,20%      |
|                                       |
|       2 - 4 ár             0,30%      |
|                                       |
|       4 - 6 ár             0,35%      |
|                                       |
|       6 - 9 ár             0,60%      |
|                                       |
|      9 - 12 ár             0,70%      |
|                                       |
|      12 - 18 ár            1,00%      |
|                                       |
|   18 ár eða lengri         1,15%      |
+---------------------------------------+


Verðtryggðir  flokkar sem eru ótækir til  frekari útgáfu vegna reglna Seðlabanka
Íslands   nr.  492/2001 um  verðtryggingu  sparifjár  og  lánsfjár,  með  síðari
breytingum,   eru   undanþegnir  ofangreindum  kvöðum  um  hámarksmun  kaup-  og
sölutilboða.

Frá  gildistöku samninga um viðskiptavakt  geta viðskiptavakar fengið tímabundin
bréfalán  í flokki þeirra skuldabréfa sem samningurinn tekur til. Hámarkslán til
einstakra  viðskiptavaka  er  320 m.  kr.  að  nafnverði í hverjum markflokki og
flokkum  sem áður hafa verið  skilgreindir sem markflokkar en  80 m. kr. í öðrum
flokkum.


[]