2016-11-18 16:57:10 CET

2016-11-18 16:57:10 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs október 2016


Vanskil lækka

Í lok október nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga um 1,7 milljörðum
króna og var undirliggjandi lánavirði 17,4 milljarðar króna eða um 3,8% útlána
sjóðsins til einstaklinga. Heimili í vanskilum eru 936 eða tæp 2,5% heimila sem
eru með lán hjá sjóðnum. Þannig standa um 98% heimila í viðskiptum við ÍLS í
skilum. 

Afrakstur vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila hefur skilað sér í
umtalsverðri lækkun vanskila á árinu. Fjárhæð vanskila vegna útlána til
lögaðila í lok október nam 533 milljónum króna og hefur hún lækkað um 2,5
milljarða frá upphafi árs 2016. Tengjast því vanskil 1,6%  lánafjárhæðar
sjóðsins til lögaðila. 

Vanskil ná samtals til 3,2% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í ársbyrjun
var 6,93%. 



Frekari upplýsingar um stöðu lánasafns og markaðsupplýsingar tengdar útgáfum
sjóðsins má lesa í meðfylgjandi mánaðarskýrslu fyrir október.