2008-01-24 18:13:33 CET

2008-01-24 18:13:33 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alfesca hf. - Fyrirtækjafréttir

- Góð sala hjá Alfesca fyrir jólin


Sala nam 262,1 milljónum Evra og jókst um 11% á Q2

Kynning á sölu á öðrum ársfjórðungi:

•	Sala nam 262.1 milljónum Evra og jókst um 11% á fjórðungnum sem lauk um
áramótin 
•	Á samanburðargrundvelli (proforma) var viðunandi söluaukning milli ára hjá
fjórum meginstoðum fyrirtækisins  sem nam um 5% 
•	Sala á reyktum laxi undir vörumerkjum fyrirtækisins gekk mjög vel,
sérstaklega í Frakklandi 
•	Sala á foie gras frá vörumerkinu Labeyrie seldist best af anda-afurðunum og
leiðir til þess að þessi stoð fyrirtækisins sýnir vöxt þrátt fyrir að sala á
þessum vörum hafi að venju verið dræm yfir sumarmánuðina 
•	Þeir vöruflokkar sem teljast til smurrétta seldust allir betur en á síðasta
ári, má þar telja t.d. ídýfur, grænmetisálegg og tarama kavíarsósu. Sama gildir
um blini-pönnukökurnar 
•	Rækjur og annar skelfiskur mynda stoð sem efldist mikið með góðri sölu bæði í
Bretlandi og í Frakklandi 
•	Evran er sterk gagnvart breska pundinu sem hefur slæm áhrif á sölutölur frá
Bretlandi sem hefðu annars orðið 2,7 milljónum Evra hærri hefði sama gengi gilt
og var fyrir ári. Hins vegar er gengið hagstætt fyrir innkaup á skoskum laxi 
•	Sala á fiski gekk illa vegna erfiðra markaðsaðstæðna en þessi starfsemi vegur
ekki þungt þegar litið er á framlag til heildararðsemi Alfesca 


Xavier Govare, CEO:

„Við bjóðum vörur sem teljast til hátíðarrétta og því er annar ársfjórðungur
með jólavertíðinni sérstaklega mikilvægur. Við erum mjög ánægð með þessar
sölutölur sem sýna að fjórar meginstoðir fyrirtækisins eru að vaxa í jafnvægi
og það eru gæðavörur sem seldar eru undir vörumerkjum okkar sem draga vagninn.
Fyrirtækjakaup sem ráðist var í á síðasta ári, sérstaklega á rækjumarkaðnum,
eru að skila sér og stuðla að áframhaldandi vexti.“

Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi.