2013-12-04 13:39:33 CET

2013-12-04 13:40:34 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Uppskipting Orkuveitunnar hefur ekki áhrif á lánshæfiseinkunn


Reykjavík, 2013-12-04 13:39 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Vegna frétta um
uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur nú á dögunum taldi Reitun ástæðu til að fara
yfir væntanlegar breytingar á skipulagi félagsins með stjórnendum þess. Fram
hefur farið mikil vinna innan Orkuveitunnar til að meta þær leiðir sem hægt
væri að fara við uppskiptingu félagsins. Meðal annars hafa verið gerðar
sviðsmynda- og næmnigreiningar á því hvernig uppskipt Orkuveita myndi standast
breytingar á álverði og gengi krónunnar. 

Niðurstaða Reitunar er sú að uppskipting Orkuveitunnar hefur ekki áhrif á
lánshæfismat fyrirtækisins á Orkuveitunni, sem er því óbreytt, B+ með jákvæðum
horfum. 

Matsskýrsla Reitunar er í viðhengi.