2017-05-06 00:00:55 CEST

2017-05-06 00:00:55 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Marel – Framlenging og breyting á langtímafjármögnun undirrituð


Með vísan til afkomutilkynningar Marel fyrir fyrsta ársfjórðung 2017 sem birt
var þann 3. maí 2017, varðandi framlengingu og breytingu á
fjármögnunarsamningum félagsins, staðfestist hér með að gengið hefur verið frá
allri skjalagerð og samningur þessa efnis undirritaður og tekur gildi frá og
með deginum í dag, 5. maí 2017. 

Þessar breytingar auka sveigjanleika í rekstri og styðja við metnaðarfulla
áætlun félagsins um vöxt og virðisaukningu til lengri tíma litið sem kynnt var
á aðalfundi félagsins í mars síðastliðnum. 

Linda Jónsdóttir Fjármálastjóri Marel:
„Við erum ánægð með að hafa lokið framlengingu fjármögnunar okkar á hagstæðum
kjörum sem eykur sveigjanleika og styður við metnaðarfulla áætlun okkar um vöxt
og virðisaukningu félagsins. Við erum þakklát fyrir áframhaldandi traust sem
viðskiptabankar félagsins sýna okkur og fyrir mjög gott samstarf.“ 

Fjármögnunin er á hagstæðum kjörum sem endurspegla fjárhagslegan styrk Marel og
markaðsaðstæður. Heildarlánsfjárhæðin nemur um 640 milljónum evra á
vaxtaálaginu EURIBOR/LIBOR + 185 bps, sem mun taka breytingum í takt við
skuldsetningarhlutfall félagsins í lok hvers ársfjórðungs. Lokagjalddagi
fjármögnunarinnar er í maí 2022.