2012-12-13 17:06:48 CET

2012-12-13 17:07:50 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Sala á ríkistryggðum verðbréfum í eigu ríkissjóðs


Ríkissjóður eignaðist 2,7 ma.kr. að nafnverði í RIKB 19 0226 í tengslum við
Avens samkomulagið sem Seðlabanki Íslands gerði við Seðlabanka Lúxemborgar og
skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg árið 2010. Einnig á ríkissjóður 1 ma.kr.
að nafnverði í flokknum HFF 24 0215. 

Ákveðið hefur verið að selja þessi bréf með útboðsfyrirkomulagi mánudaginn 17.
desember og verður andvirðinu varið til að bæta sjóðstöðu ríkissjóðs hjá
Seðlabankanum. 

Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast kaupendum á sama
verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ræður söluverðinu. Í boði
verða áður nefndir flokkar: 

Flokkar                      Nafnverð

HFF 240215               1,0 ma.kr.

RIKB 19 0226            2,7 ma.kr.

Seðlabankinn áskilur sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð sem
berast, að hluta eða hafna þeim öllum. Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa
er heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir
fjárfesta. 

Tilboð skulu sendast til Seðlabankans í gegnum Bloomberg-útboðskerfið milli kl.
09:30 og 10:00. Tilboð skulu sett fram í verðum, með þremur aukastöfum. Lágmark
hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði. Niðurstaða verður birt kl.
11:00. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er þriðjudagur 18. desember 2012.