2012-11-29 02:46:04 CET

2012-11-29 02:47:06 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Íbúðalánasjóði 29. nóvember 2012


Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta útgáfu HFF skuldabréfaflokka

Í viðtali við mbl.is miðvikudagskvöldið 28. nóvember, komst formaður stjórnar
Íbúðalánasjóðs svo að orði að stjórn sjóðsins hefði tekið ákvörðun um að gefa
ekki út fleiri skuldabréf í núverandi HFF flokkum. Hið rétta er að engin
ákvörðun hefur verið tekin um að nýta ekki þessa flokka. 

Vegna sterkrar lausafjárstöðu sjóðsins hefur Íbúðalánasjóður hins vegar ekki
selt HFF bréf frá því í janúar 2012. Eðli máls samkvæmt verður útgáfu í
skuldabréfaflokkum ekki hætt fyrr en í fyrsta lagi eftir að nýir flokkar
skuldabréfa hafa verið kynntir til leiks og skráðir í kauphöll. Ákvörðun um
slíkt hefur ekki verið tekin. 

Unnið er að stofnun nýrra flokka fjármögnunarskuldabréfa sjóðsins. Fyrirhugað
er að nýir flokkar verði uppgreiðanlegir. Þannig mæti nýir flokkar kröfum um
styrkari áhættustýringu sjóðsins. 



Nánari upplýsingar veitir Sigurður Erlingsson forstjóri í síma 569 6900.