2015-03-13 17:16:40 CET

2015-03-13 17:17:41 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


Í dag var skrifað undir samninga milli Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs og
aðalmiðlara í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á
eftirmarkaði. Markmiðið með samningnum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að
lánsfé og efla verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði. 

Frá og með 1. apríl 2015 hafa fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig
„aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki, Íslandsbanki,
Landsbankinn, MP banki og Straumur fjárfestingabanki. 

Helstu atriði samningsins eru þessi:

  -- Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að útboðum með markflokka ríkisverðbréfa.
  -- Aðalmiðlarar eru ekki skuldbundnir til að hafa viðskiptavakt á ríkisvíxlum
     nema á ríkisvíxlaflokkum sem eru útgefnir fyrir gildistöku samningsins fram
     að gjalddaga þeirra.
  -- Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að verðbréfalánum sem Lánamál ríkisins veita
     fyrir hönd ríkissjóðs.
  -- Aðalmiðlari skuldbindur sig til að setja fram tilboð í útboðum
     ríkisverðbréfa fyrir a.m.k. 100 m.kr. að nafnverði.
  -- Aðalmiðlari er viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir alla markflokka
     ríkisverðbréfa og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 100 m.kr. að
     nafnvirði í hvern flokk í NASDAQ kauphöllinni á Íslandi.
  -- Aðalmiðlari skuldbindur sig til þess að halda verðmun kaup- og sölutilboða
     innan tiltekinna marka sem nánar eru skilgreind í samningnum.
  -- Aðalmiðlara er skylt að endurnýja tilboð sín innan 10 mínútna frá því að
     þeim hefur verið tekið. Aðalmiðlara er heimilt að víkja út frá hámarksmun
     kaup- og sölutilboða ef tilteknum skilyrðum er fullnægt.
  -- Samningurinn gildir frá 1. apríl 2015 til 31. mars 2016.


Meðfylgjandi er sýnishorn af samningi þar sem fram koma ýtarlegri upplýsingar
um réttindi og skyldur aðalmiðlara ríkisverðbréfa. 

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður hjá Lánamálum
ríkisins í síma 569 9600.