2015-10-23 19:22:16 CEST

2015-10-23 19:23:17 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Íbúðalánasjóður kaupir skuldabréf fyrir 70 milljarða og eykur jöfnuð á milli eigna og skuldabindinga sjóðsins


Íbúðalánasjóður hefur undirritað samning við dótturfélag Seðlabankans, ESÍ
ehf., um kaup á skuldabréfum fyrir 70 milljarða króna. Um er að ræða eignavarin
skuldabréf með veði í húsnæðislánum útgefin af Arion banka hf. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlegt samþykki stjórnar. 

Kaupin munu hafa jákvæð áhrif á vaxtamun og afkomu Íbúðalánasjóðs sem nemur um
1,1 milljarði króna á ári. Með kaupunum er lausafé sjóðsins sem safnast hefur
upp vegna uppgreiðslna og leiðréttingar húsnæðislána síðustu missera, fjárfest
í verðtryggðum eignum sem bera fasta vexti. Einnig munu þessi kaup auka jöfnuð
milli eigna og skulda sjóðsins hvort sem litið er til fjárflæðis eða
verðtryggingarjafnaðar.