2016-12-06 17:00:00 CET

2016-12-06 17:00:00 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Fjárlagafrumvarp 2017


  -- Ríkissjóður rekinn án halla fjögur ár í röð
  -- Lækkandi skuldahlutföll ríkissjóðs
  -- Framlög til almannatrygginga aukin
  -- Aukið fé til heilbrigðismála



Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 hefur verið lagt fram á Alþingi, í samræmi við
fjármálastefnu og fjármálaáætlun til fimm ára, sem samþykktar voru í ágúst sl.
og byggjast á nýrri löggjöf um opinber fjármál. 

Í frumvarpinu fyrir árið 2017 er áfram byggt á þeim grunni sem lagður hefur
verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Afkoma ríkissjóðs hefur
batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum
ársins 2014 og er fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017 það fjórða í röð þar sem
gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. 

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildarafkoman skili afgangi sem nemi 28,4
ma.kr. Það er nær óbreytt útkoma fyrir ríkisreksturinn og frá fjármálaáætlun
fyrir árin 2017–2021 sem lögð var fram sl. vor, eða um 1% af vergri
landsframleiðslu (VLF). 

Afgangur á frumjöfnuði er verulegur eða 90,9 ma.kr.



Frekari upplýsingar eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

Fjárlagafrumvarp 2017 er hægt að nálgast á  http://www.fjarlog.is