2010-05-10 17:31:39 CEST

2010-05-10 17:32:37 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


Fjármálaráðherra hefur falið Lánamálum ríkisins hjá Seðlabanka Íslands að gera
samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. 

Aðilar að NASDAQ OMX á Íslandi, sem geta með sannarlegum hætti sýnt fram á
eiginfjárstöðu að fjárhæð a.m.k. 2.000 m.kr og hafa nauðsynlegan búnað til þess
að taka þátt í útboðum ríkisverðbréfa, geta óskað eftir því að gerast aðilar að
samningunum. Fyrirhugað er að gera samninga við lágmark 4 aðila sem verða
svokallaðir aðalmiðlarar.