2014-02-27 22:10:19 CET

2014-02-27 22:11:21 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eimskipafélag Íslands hf. - Ársreikningur

Eimskip kynnir afkomu ársins 2013


  -- Rekstrartekjur námu 433,8 milljónum evra og hækkuðu um 2,4% á milli ára
  -- EBITDA nam 37,1 milljón evra og dróst saman um 9,1% á milli ára að teknu
     tilliti til einskiptisliða ársins 2012
  -- Eiginfjárhlutfall var 65,5% í lok ársins
  -- Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 3,4% á
     milli ára
  -- Flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun jókst um 7,9% á milli ára
  -- Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður sem samsvarar 30,0% af
     hagnaði ársins
  -- Áætluð EBITDA fyrir árið 2014 er á bilinu 37 til 41 milljón evra

Gylfi Sigfússon, forstjóri

„Við teljum afkomu ársins 2013 endurspegla erfiðar aðstæður í efnahagslífinu á
Íslandi. Slæm veðurskilyrði á Norður-Atlantshafi og bilanir á nokkrum af skipum
félagsins á fjórða ársfjórðungi settu siglingaáætlanir okkar úr skorðum og
höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Rekstrartekjur ársins námu 433,8 milljónum evra
og jukust um 2,4% á milli ára. EBITDA ársins nam 37,1 milljón evra og dróst
saman um 9,1% frá árinu 2012 að teknu tilliti til einskiptisliða á því ári.
Afkoma af erlendri starfsemi gekk vel á árinu en afkoma tengd starfsemi
Eimskips á Íslandi var undir væntingum okkar. 

Flutningsmagn í áætlunarsiglingum jókst um 3,4% á milli ára. Flutt magn til og
frá Íslandi stóð í stað á milli ára en vöxtur var í flutningum tengdum Færeyjum
og Noregi sem tilheyra heimamarkaði félagsins á Norður-Atlantshafi, auk þess
sem vöxtur var í flutningum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Magn í
alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun jókst um 7,9% á milli ára og var vöxturinn
mestur í flutningum innan Asíu og í flutningum frá Evrópu til Asíu. 

Miklar breytingar voru gerðar á siglingakerfi félagsins í mars á síðasta ári
sem jók afkastagetu þess og  nú í febrúar 2014 var ráðist í aðlögun á
siglingakerfinu meðal annars vegna þess að slæm veðurskilyrði til siglinga
undanfarna mánuði hafa sett áætlunarkerfið úr skorðum. Bætt hefur verið við
nýrri siglingaleið, gráu leiðinni, á milli Færeyja og Skotlands til að auka
sveigjanleika kerfisins og áreiðanleika þjónustunnar við viðskiptavini.
Mikilvægt er að geta svarað kröfum viðskiptavina með skilvirku og sveigjanlegu
kerfi. 

Eimskip er með tvö gámaskip í smiðum í Kína og hefur félagið samið um frekari
frestun á afhendingu þeirra. Gert er ráð fyrir að fyrra skipið verði komið í
þjónustu um mitt þetta ár en óvissa ríkir enn um afhendingu seinna skipsins sem
útlit er fyrir að verði ekki fyrr en seint á árinu. Samhliða þessum seinkunum
hefur Eimskip samið um lækkun á kaupverði skipanna um alls 10,8 milljónir
dollara. Seinkunin mun ekki hafa áhrif á siglingakerfið eða þjónustu við
viðskiptavini Eimskips, en hún mun hafa í för með sér áframhaldandi leigu á
skipum þar sem gert er ráð fyrir að nýju skipin komi í stað tveggja leiguskipa
sem félagið er með í rekstri. 

Félagið vinnur nú markvisst að því að skoða tækifæri til vaxtar, sérstaklega
utan Íslands, og hefur til skoðunar nokkur fjárfestingartækifæri sem falla að
stefnu félagsins um að vera leiðandi flutningafélag á Norður-Atlantshafi. Vegna
þessa er Eimskip í sambandi við Seðlabanka Íslands, Kauphöllina í Osló og aðrar
erlendar kauphallir vegna mögulegrar tvíhliða skráningar bréfa félagsins á
markað. 

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2014
sem nemur 2,60 krónum á hlut. Nemur heildarfjárhæð arðgreiðslunnar 504,6
milljónum króna, eða 3,2 milljónum evra, sem samsvarar 30,0% af hagnaði ársins
2013. 

Við gerum ráð fyrir því að EBITDA ársins 2014 verði á bilinu 37 til 41 milljón
evra.“ 

Frekari upplýsingar

  -- Gylfi Sigfússon, forstjóri, sími: 525 7202
  -- Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs,
     sími: 525 7202
  -- Erna Eiríksdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 825 7220, netfang:
     investors@eimskip.is