2016-09-05 19:23:29 CEST

2016-09-05 19:23:29 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun í fjárfestingaflokk eftir hækkun hjá matsfyrirtækinu Moody‘s


Matsfyrirtækið Moody‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar án
ríkisábyrgðar í Baa3 úr Ba1. Lánshæfiseinkunn með ríkisábyrgð hækkar í Baa1 úr
Baa2. Horfur eru metnar stöðugar. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfi
ríkissjóðs þann 1. september 2016. 

Hörður Arnarson forstjóri:

„Með þessari hækkun er Landsvirkjun komin í fjárfestingaflokk án ríkisábyrgðar
hjá bæði Moody’s og S&P sem eru afar góðar fréttir. Að komast í
fjárfestingaflokk eykur traust lánveitenda og styður við starfsemi
Landsvirkjunar með bættu aðgengi að lánsfjármagni og lægri fjármagnskostnaði.
Landsvirkjun mun áfram leggja megin áherslu á lækkun skulda og að styrkja
rekstur og fjárhag fyrirtækisins enn frekar”. 



Reykjavík, 5. september 2016



Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í
síma 515 9000, netfang: rafnar@lv.is