2012-08-30 19:15:13 CEST

2012-08-30 19:16:15 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Ársreikningur

Árshlutareikningur Íbúðalánasjóðs 2012


Afkoma Íbúðalánasjóðs á fyrri árshelmingi 2011

 Árshlutareikningur Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2012 hefur verið staðfestur af
stjórn sjóðsins. Rekstrarniðurstaða tímabilsins var neikvæð sem nemur 3.109
milljónum króna samanborið við 1.561 milljóna hagnað á sama tímabili fyrra árs.
Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins var 6.445 milljónir samanborið við
rúmar 9.555 milljónir í árslok 2011. Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er
samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 1,4% en var 2,3%
í upphafi árs. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall
fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0% og
viðræður við stjórnvöld miða að því að uppfylla ákvæði reglugerðar. 

Rekstrarafkoma fyrir virðisrýrnun er í öllum atriðum í samræmi við samþykkta
fjárhagsáætlun ársins. Hreinar rekstrartekjur eru 30% umfram áætlun sem skýrist
m.a. af góðum árangri í fjárstýringu, en í heild eru rekstrartekjur 26% umfram
áætlun. Rekstrargjöld í heild eru 7% undir áætlun en gera má ráð fyrir að
kostnaður vegna stærri verkefna sjóðsins komi fram á síðari árshluta. Áætlun
sjóðsins gerði ráð fyrir tapi á fyrri hluta árs að upphæð 1.161 milljón króna.