2016-01-18 09:50:51 CET

2016-01-18 09:50:51 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Standard og Poors hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í BBB+ vegna framgangs við losun fjármagnshafta og lækkandi skulda ríkisins


Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti 15. janúar 2016 um
hækkun á lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands úr
BBB í BBB+. S&P hefur einnig staðfest óbreytta einkunn til skamms tíma sem A-2. 

Í fréttatilkynningu S&P kemur fram meðal annars að ákvörðun um hækkun
lánshæfismatsins taki fyrst og fremst mið af árangri stjórnvalda frá því í júní
2015 við lausn vandamála sem staðið hafa í vegi fyrir losun fjármagnshafta. Þá
gerir S&P ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs og vaxtagreiðslur lækki á næstu
fjórum árum. 

Frekari hækkun á lánshæfismatinu er háð því að höft verði afnumin án þess að
viðskiptajöfnuður eða fjármálastöðugleiki raskist. Einnig gæti
lánshæfiseinkunnin hækkað ef tekst að selja eignir úr stöðugleikaframlagi
hraðar en áætlað er og afraksturinn nýttur til að greiða niður skuldir
ríkissjóðs. Á hinn bóginn gæti lækkun orðið ef launahækkanir valda
efnahagslegum óstöðugleika, losun hafta tefst eða veruleg lækkun
gjaldeyrisforða leiðir til þrýstings á gengi krónunnar. 

Fréttatilkynning S&P er meðfylgjandi