2012-09-05 18:02:00 CEST

2012-09-05 18:02:02 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Aðgerðir Lánamála ríkisins í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands


Þann 28. mars 2011 tilkynntu Lánamál ríkisins að kaupendur gjaldeyris í útboðum
Seðlabanka Íslands ættu kost á því að selja ríkissjóði ríkisvíxla og ríkisbréf
með gjalddaga fyrir árslok 2013 til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum. 
Tilgangurinn var að draga úr óæskilegum verðsveiflum sem gætu skapast ef
eigendur ríkisverðbréfa myndu í stórum stíl selja bréfin sín á eftirmarkaði til
þess að fjármagna gjaldeyriskaupin. 

Þátttakendur hafa lítið nýtt sér framangreindan sölurétt en í síðustu fjórum af
fimm útboðum bankans hefur söluréttur einungis verið nýttur einu sinni. Því er
ljóst að þátttakendur nota fyrst og fremst innstæður en ekki ríkisskuldabréf
sem greiðslu fyrir gjaldeyri. Frá því að framangreind tilkynning var send út
hafa allir víxlar sem þá voru útgefnir ásamt tveimur ríkisbréfaflokkum sem
endursölurétturinn miðaðist við fallið á gjalddaga. 

Í ljósi reynslunnar úr síðustu útboðum er það niðurstaðan að hættan á
óæskilegum verðsveiflum sem var hvatinn að þessari tilhögun sé óveruleg. Því
hefur verið ákveðið að hætta að kaupa til baka ríkisverðbréf í tengslum við
næstu gjaldeyrisútboð Seðlabankans. 

 Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson, Lánamálum ríkisins, í síma 569
9633.