2008-03-12 14:24:00 CET

2008-03-28 14:14:01 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Glitnir banki hf. - Hluthafafundir

Tillaga til hluthafafundar Glitnis banka hf. sem haldinn verður 19. mars 2008.


Tillaga til hluthafafundar Glitnis banka hf. 

Stjórn Glitnis banka hf. gerir eftirfarandi tillögu til hluthafafundar bankans
sem haldinn verður 19. mars 2008. 

Tillaga um breytingu á samþykktum

Eftirfarandi málsgrein verður ný málsgrein (5. mgr.) í 4. gr. samþykkta Glitnis
banka hf.: 

Stjórn félagsins er heimilt að gefa út breytanleg skuldabréf að hámarki að
fjárhæð kr. 15.000.000.000 -fimmtán milljarðar króna- með þeim skilmálum að
heimilt sé eða skylt að breyta slíkri skuld í hluti í Glitni banka hf. að
uppfylltum nánari skilyrðum samkvæmt ákvörðun stjórnar bankans. Stjórninni er
ennfremur heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.250.000.000 -einn
milljarð og tvö hundruð og fimmtíu milljónir króna- að nafnvirði til að mæta
skuldbindingum félagsins samkvæmt hinum breytanlegu skuldabréfum. Hluthafar
falla frá forgangsrétti sínum vegna hinna nýju hluta samkvæmt 3. mgr. 34. gr.
laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og
með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu, þeir skulu veita réttindi í
félaginu frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar og engar hömlur skulu
vera á viðskiptum með þá. Stjórn skal að öðru leyti taka ákvörðun um skilmála
útgáfu hinna breytanlegu skuldabréfa og um hækkun hlutafjárins. Stjórn er
ennfremur heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í
tengslum við útgáfu hinna breytanlegu skuldabréfa og nauðsynlega
hlutafjárhækkun. Heimild þessi til að gefa út breytanleg skuldabréf og hækka
hlutaféð gildir til 19. mars 2013.