2010-12-06 10:09:09 CET

2010-12-06 10:10:06 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Umræða um eiginfjárframlag til Íbúðalánasjóðs.


Breytingatillögur við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2010  eru nú til 
umræðu í fjárlaganefnd Alþingis, sem og í félags- og tryggingamálanefnd. Í
frumvarpinu er m.a. heimilað að efla eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um allt að
33 milljarða króna. Með því er stefnt að því að eiginfjárstaða sjóðsins geti
orðið allt að 5% af áhættugrunni sjóðsins við árslok 2011.  Þessi
eiginfjáraukning sjóðsins er í samræmi við viljayfirlýsingu Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda frá september 2010, en þar er gert ráð fyrir
að eiginfjáraukningu til Íbúðalánasjóðs verði lokið fyrir árslok 2010. 

Eigið fé sjóðsins skv. árshlutauppgjöri 2010 var jákvætt um 8,4 milljarða króna
sem þýðir að eiginfjárhlutfall hans var 2,1%, en langtímamarkmið sjóðsins skv.
reglugerð 544/2004 er að hafa hlutfallið yfir 5%. 

Til að ná langtímamarkmiði sínu um 5% eiginfjárhlutfall í árslok 2011 er ljóst
að ríkissjóður þarf að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé. Sem stendur er
verið að undirbúa aðgerðir til aðstoðar þeim heimilum í landinu sem eru í
greiðsluerfiðleikum. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á áætlaðar afskriftir lána
og þar með á eiginfjárþörf sjóðsins.