2010-11-30 16:27:58 CET

2010-11-30 16:28:56 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Skipti hf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Brynjólfur Bjarnason segir starfi sínu lausu


Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, tilkynnti nýrri stjórn Exista, eiganda
Skipta, í dag að hann segði starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Að ósk
eigenda mun hann stýra  félaginu uns ákvarðanir hafa verið teknar um
framhaldið. Brynjólfur tók við starfi forstjóra Símans árið 2002 og við stofnun
Skipta árið 2007 varð hann forstjóri þess félags. 

Rannveig Rist stjórnarformaður Skipta: „Brynjólfur hefur unnið frábært starf
hjá Skiptum og Símanum undanfarin ár og það er mikill missir að honum.
Fyrirtækið hefur dafnað undir hans stjórn og það sýnir styrk rekstrarins að á
þessum tímamótum stefnir eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í 33% og það hefur
staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart lánardrottnum, þrátt fyrir þau
áföll sem dunið hafa yfir íslenskt samfélag. Fyrir hönd stjórnar þakka ég honum
kærlega fyrir samstarfið.“ 

Brynjólfur Bjarnason: „Það hefur verið spennandi verkefni að stýra Skiptum og
Símanum á tímum mikilla breytinga en ég tel rétt að láta af störfum nú. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að nú hafa orðið kaflaskil hjá fyrirtækinu, nýir eigendur
hafa tekið við og ég tel við hæfi að ný stjórn hafi óbundnar hendur við að
skipa málum fyrirtækisins. Þá er sú staða komin upp að bankarnir eru í senn
kröfuhafar félagsins og eigendur og þurfa því að stíga viðkvæman línudans við
að gæta í senn hagsmuna banka og velferðar fyrirtækisins. Það er von mín og trú
að þeir takist á við það verkefni af heilindum og fagmennsku.“