2016-02-04 10:18:10 CET

2016-02-04 10:18:10 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki stækkar markflokka sértryggðra skuldabréfa


Arion banki hf. lauk í gær útboði á þremur markflokkum sértryggðra skuldabréfa
sem skráðir eru á Nasdaq OMX Íslandi. 

Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 21 var stækkaður um 1.000 m. kr. á
ávöxtunarkröfunni 3,30%. Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 29 var stækkaður um
1.520 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,21%. Óverðtryggði flokkurinn ARION CB 22 var
stækkaður um 3.280 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,76%. 


Heildareftirspurn í útboðinu var 8.040 m. kr.

Um er að ræða stækkun á þegar útgefnum skuldabréfaflokkum sem teknir hafa verið
til viðskipta á Nasdaq OMX Íslandi. Samkvæmt útgáfuáætlun Arion banka er stefnt
á að næsta útboð sértryggðra skuldabréfa fari fram þann 2. mars næstkomandi. 

Það sem af er ári hefur Arion banki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 9.120
m. kr. Í heild hefur Arion banki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 46.280 m.
kr. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskipasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.