2024-05-07 10:45:00 CEST

2024-05-07 10:45:03 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íslandsbanki hf. - Viðskipti félags með eigin bréf

Íslandsbanki hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi


Íslandsbanki hf. (Íslandsbanki eða bankinn) ákvað að taka tilboðum fyrir 11.772.488 hluti á genginu 99,8 krónur fyrir hvern hlut í endurkaupum sem tilkynnt var um mánudaginn 6. maí 2024. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er föstudagurinn 10. maí 2024.

Íslandsbanki hf. (Íslandsbanki eða bankinn) ákvað að taka tilboðum fyrir 11.772.488 hluti á genginu 99,8 krónur fyrir hvern hlut í endurkaupum sem tilkynnt var um mánudaginn 6. maí 2024. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er föstudagurinn 10. maí 2024.

Endurkaupin eru í samræmi við viðeigandi lög, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Íslandsbanki hf. á 51.466.955 hluti, eða sem nemur 2,57% af útgefnu hlutafé að loknum kaupum á þeim bréfum sem um ræðir hér að ofan. Í framangreindri samtölu eru einnig kaup á 249.500 hlutum sem voru viðskipti dags. 6. maí 2024 samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 22. mars 2024.