2017-10-25 18:46:44 CEST

2017-10-25 18:46:44 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Standard & Poor’s hækkar lánshæfismat Arion banka


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað langtíma lánshæfismat Arion banka úr BBB í BBB+ með stöðugum horfum. Skammtíma lánshæfismat bankans er áfram A-2.

Að mati Standard & Poor’s er staða Arion banka sterk og þá sérstaklega eiginfjárstaða bankans. Það er jafnframt litið jákvæðum augum að bankinn hefur haldið áfram að selja hluti í yfirteknum félögum. Standard & Poor’s metur stöðu íslensks efnahagslífs góða. Hagvöxtur hefur verið mikill og skuldastaða bæði fyrirtækja og einstaklinga haldið áfram að lækka.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Þetta er ánægjulegt og kemur ekki á óvart. Staða Arion banka er mjög góð, ekki síst þegar horft er til mikilvægra þátta eins og eiginfjárstöðu bankans. Jafnframt hefur Ísland notið hagvaxtar að undanförnu sem er umfram það sem almennt gerist í Evrópu. Hækkun lánshæfismats er því rökrétt skref og fyllilega í takt við þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað hjá bankanum og hér á landi. Við finnum vel fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta, bæði á Arion banka og íslensku efnahagslífi, og mun hækkun lánshæfismats auka þann áhuga enn frekar.“

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.