2016-07-15 22:50:29 CEST

2016-07-15 22:50:29 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest BBB+ lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands og segir horfur stöðugar


Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir
Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+
og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured
bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-.
Matsfyrirtækið segir horfur fyrir lánshæfismat langtímaskuldbindinga stöðugar.
Landseinkunnin (e. country ceiling) er staðfest sem BBB+ og jafnframt er
staðfest lánshæfismatið F2 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli.

Press Release.pdf