2012-11-23 15:00:00 CET

2012-11-23 15:00:04 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Traustari greiðslugeta Orkuveitunnar


11 milljarða króna rekstrarhagnaður fyrstu 9 mánuðina 2012 : Framvinda Plansins
á áætlun 

Árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu
fyrirtækisins til að greiða af þeim miklum skuldum sem á rekstrinum hvíla.
Samkvæmt 9 mánaða uppgjöri 2012 var framlegð rekstursins 17,8 milljarðar króna
og rekstrarhagnaður EBIT 11 milljarðar króna á tímabilinu. Hlutfall milli
framlegðar frá rekstrinum og skulda er nú orðið svipað og fyrir hrun. 

Aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda - „Planið“ - var samþykkt vorið
2011 og felur í sér margvíslegar aðgerðir sem miða að því að bæta sjóðstöðu
fyrirtækisins um 50 milljarða króna til ársloka 2016. Að loknum fyrstu níu
mánuðum ársins 2012 er árangurinn um 1,2 milljörðum króna betri en gert er ráð
fyrir í Planinu. Að auki hafa heildaráhrif ytri þátta - vaxta, álverðs og
gengis - reynst hagstæðari en ráð var fyrir gert, sem nemur 564 milljónum
króna. Allir þættir Plansins eru á áætlun nema hvað eignasala hefur gengið
hægar en ráð var fyrir gert. 



Umbætur í rekstri

Auk Plansins hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að rétta
reksturinn við. Má þar nefna að 

  -- nýir stjórnendur hafa verið ráðnir að fyrirtækinu
  -- áherslum í rekstri hefur verið breytt og skipulagi hans samhliða viðamiklum
     aðhaldsaðgerðum
  -- endursamið hefur verið um gjalddaga lána við erlenda lánveitendur
  -- samið hefur verið við fjármálafyrirtæki hér á landi og erlendis um
     áhættuvarnir gagnvart sveiflum á álverði,vöxtum og gengi.



Margt breytist við uppstokkun í rekstri

Uppstokkunin í rekstri Orkuveitunnar undanfarin misseri hefur leitt í ljós ýmis
tækifæri til sparnaðar og umbóta. Í viðhengdri kynningu forstjóra gefur að líta
dæmi um það; t.d. fjölda starfsmanna og hlutfall kvenna meðal stjórnenda. 



Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur:

Það kemur sífellt betur í ljós að sá mikli sparnaður, sem náðst hefur í
rekstrinum er varanlegur. Starfsfólk og stjórnendur halda mjög vel vöku sinni
við reksturinn og með því hefur afkoman stöðugt farið batnandi síðustu misseri.
Planið er að ganga eftir og það er nauðsynlegt því á árinu 2013 eru stórir
gjalddagar lána, sem Orkuveitan virðist nú í stakk búin að ráða við. 

Rekstraryfirlit stjórnenda

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna á verðlagi hvers árs.



Rekstur eftir þriðja ársfjórðung      2008      2009     2010      2011     2012
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                      16.816    17.960   19.444    24.388   27.286
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarkostnaður                  (8.634)   (9.434)  (9.557)   (8.910)  (9.449)
--------------------------------------------------------------------------------
EBITDA                               8.183     8.526    9.886    15.478   17.838
--------------------------------------------------------------------------------
Afskriftir                         (4.990)   (6.979)  (5.936)   (6.178)  (6.862)
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarhagnaður EBIT                3.192     1.546    3.950     9.300   10.976
--------------------------------------------------------------------------------
Innleystar fjármunatekjur og       (3.555)   (4.433)  (2.430)   (2.222)  (3.364)
 (fjármagnsgjöld)                                                               
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma fyrir óinnleysta              (362)   (2.887)    1.520     7.079    7.612
 fjármagnsliði                                                                  
--------------------------------------------------------------------------------
Óinnleystir fjármagnsliðir        (47.105)  (10.707)   20.849  (14.941)  (4.217)
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma fyrir tekjuskatt skv.      (47.468)  (13.593)   22.368   (7.862)    3.395
 árshlutareikningi                                                              
--------------------------------------------------------------------------------
Tekjuskattur                         7.880     2.305  (5.575)     2.519    (814)
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma tímabilsins                (39.588)  (11.288)   16.793   (5.343)    2.580
--------------------------------------------------------------------------------




         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         forstjóri
         516 7707