2011-08-12 11:24:12 CEST

2011-08-12 11:25:12 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samnings um viðskiptavakt með RIKH 18 1009


Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs hefur í dag gert samninga við Íslandsbanka og
Landsbankann, um viðskiptavakt á eftirmarkaði með ríkisbréfaflokkinn RIKH 18
1009. 

  Helstu atriði samninganna eru þessi:

  -- Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram kaup- og sölutilboð í
     NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi, daglega fyrir opnun markaða. Skulu
     tilboðin vera að lágmarki 100 m.kr. að nafnverði.
  -- Viðskiptavakar skulu endurnýja tekin tilboð innan 15 mínútna frá því að
     þeim hefur verið tekin.
  -- Ef heildarviðskipti hvors viðskiptavaka  í sjálfvirkri pörun ná a.m.k. 600
     m.kr. að nafnvirði á einum viðskiptadegi, er viðkomandi aðila heimilt að
     hætta framsetningu tilboða þar til næsta viðskiptadag.
  -- Hámarks verðbil milli kaup- og sölutilboða skal vera 3%
  -- Eigi sér stað alvarleg markaðstruflun er samningsaðilum heimilt að fella
     einstök ákvæði samninganna tímabundið úr gildi.
  -- Samningarnir taka gildi frá og með 15. ágúst 2011 og er ótímabundnir, en
     uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara.

  Samningar um viðskiptavakt  koma í stað einhliða yfirlýsinga Íslandsbanka og
Landsbankans um viðskiptavakt með RIKH 18 1009 samkvæmt fréttatilkynningu frá 
28.maí 2010 og 21. maí 2010 og falla þær yfirlýsingar úr gildi um leið og
viðskiptavakt samkvæmt þessum nýju samningum taka gildi, enda er um að ræða
meiri skuldbindingu bankanna en áður var.