2014-02-18 19:22:04 CET

2014-02-18 19:23:05 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs janúar 2014


Uppgreiðslur í lánasafni Íbúðalánasjóðs eru innan eðlilegra marka

Reglulega hefur verið fjallað um uppgreiðsluvanda Íbúðalánasjóðs á opinberum
vettvangi og þá með þeim formerkjum að vandinn sé sífellt að aukast.
Niðurstaðan um að þetta sé vandamál byggir á því að bera uppgreiðslur saman við
ný útlán til viðskiptavina. Ef uppgreiðslur eru hinsvegar bornar saman við
heildarstöðu sjóðsins kemur í ljós að raunverulegar uppgreiðslur eru ekki stórt
vandamál hjá sjóðnum. Þá má nefna að núverandi uppgreiðslur í lánasafni
sjóðsins eru hlutfallslega mun minni en þekkist í sambærilegum lánasöfnum
erlendis. 

Uppgreiðslur eru hluti af lánastarfsemi

Uppgreiðslur eru eðlilegur hluti af lánastarfsemi og orsakirnar geta verið
ýmsar, svo sem breytingar á högum lántakenda, bætt kjör á lánamarkaði eða aukin
fasteignaviðskipti. 

Heildarmyndin skiptir mestu máli

Þegar metið er hvort uppgreiðslur séu vandamál þarf að horfa á heildarmyndina,
en ekki einblína á uppgreiðslur á móti nýjum útlánum. En eru uppgreiðslur
sjóðsins umfram það sem telst eðlilegt fyrir lánasafnið yfir langan tíma? Í
tilviki Íbúðalánasjóðs eru uppgreiðslur í mjög eðlilegu horfi. Hafa frekar
verið að lækka undanfarin  ár. Núverandi uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði eru
því ekki vandamál í sjálfu sér. 

Einnig verður að taka mið af heildargreiðsluflæði eigna og skulda sjóðsins,
ásamt lausafjárstöðu á hverjum tíma, ef draga á réttar ályktanir. Um þessar
mundir greiðast skuldir sjóðsins hraðar niður en útlánasafnið. Fyrir vikið
nýtast uppgreiðslur í að brúa þann mismun sem er í fjárflæði eigna og skulda.
Ennfremur hefur fjár-og áhættustýringu sjóðsins tekist að mestu að varðveita
vaxtamun milli vaxtaberandi eigna og skulda þrátt fyrir uppgreiðslur. 

Ítarlegri umfjöllun má lesa í viðauka með meðfylgjandi mánaðarskýrslu