2015-12-01 19:21:28 CET

2015-12-01 19:21:28 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Íslandsbanki hf. lýkur útboði sértryggðra skuldabréfa


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum sértryggðra
skuldabréfa.  Óverðtryggði flokkurinn, ISLA CB 23, var boðinn út og seldust þar
3,82 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,90%. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var
einnig boðinn út en öllum tilboðum var hafnað að þessu sinni.

Heildareftirspurn í útboðinu var 7,1 ma. kr., en 54% tilboða var tekið. Eftir
útboðið nemur heildarstærð ISLA CB 23  6,86 ma. kr. en heildarupphæð
útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður 51,5 mö. kr. Þetta var
síðasta útboð bankans á sértryggðum skuldabréfum árið 2015.

Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 8. desember.

Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, ir@islandsbanki.is og í síma
    440 3187/ 844 3187.
  * Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is og í síma
    440 4005.


[HUG#1970667]