2009-05-07 18:00:42 CEST

2009-05-07 18:01:41 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsleg endurskipulagning Atorku


Atorka hefur undanfarna mánuði unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu
félagsins í kjölfar þeirra neikvæðu áhrifa sem heimskreppan hefur haft á
eignasafn þess. 

Atorka hefur, ólíkt mörgum öðrum íslenskum fjárfestingafélögum, nær eingöngu
fjárfest í rekstrarfélögum sem flest starfa á alþjóðlegum vaxtarmörkuðum. 
Almennt er Atorka stærsti hluthafinn í sínum félögum með 20 - 40% eignarhlut. 
Atorka er þannig  leiðandi í stefnumörkun og stærri ákvarðanatöku um rekstur og
þróun félaganna bæði með stjórnarsetu og nánu samstarfi við stjórnendur. 

Ljóst er að virði bæði skráðra og óskráðra félaga í eignasafni Atorku hefur
lækkað verulega síðustu mánuði þrátt fyrir að almennt sé rekstur þessara félaga
vel viðunandi miðað við aðstæður á mörkuðum. 

Sala á eignum á þessum tímapunkti er ekki álitlegur valkostur og mikil
verðmætaaukning fólgin í því að vinna markvisst með fyrirtæki Atorku næstu ár. 

Að beiðni lánadrottna var KPMG í London fengið til að vinna verðmat á Promens
hf., sem er stærsta einstaka fjárfesting Atorku.  Niðurstaða þess verðmats, þar
sem nær eingöngu er horft til núverandi markaðsaðstæðna, sem litast af
tímabundnum veltusamdrætti og mat fulltrúa lánadrottna á fjárfestingum Atorku,
er talsvert frábrugðið mati stjórnar og stjórnenda Atorku á verðmæti eigna
félagsins til lengri tíma litið. 

Í ljósi framangreinds og til að undirbyggja ítarlegar tillögur að fjárhagslegri
endurskipulagningu félagsins hefur stjórn Atorku ákveðið að leita til
PricewaterhouseCoopers í Danmörku til að leggja vandað heildstætt mat á virði
eignasafnsins og líklega þróun þar á næstu árin.   Stefnt er að því að sú vinna
taki 3-4 vikur og ljúki fyrir lok maí. 

Í kjölfarið mun Atorka kynna hugmyndir að framtíð félagsins sem miða að því að
tryggja sem best stöðu lánadrottna og hluthafa félagsins.