2012-12-21 18:12:15 CET

2012-12-21 18:13:16 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel framlengir fjármögnun og lækkar vaxtakostnað


Marel hefur gengið frá samningum um breytta skilmála á langtímafjármögnun
félagsins sem gerðir voru í nóvember 2010, upphaflega að fjárhæð 350 milljónir
evra. 

Alþjóðlegu bankarnir ABN AMRO, Friesland Bank, ING Bank, Landsbankinn, LB Lux
og Rabobank sem standa sameiginlega að langtímafjármögnun Marel hafa samþykkt
breytingar á skilmálum lánasamninganna sem taka munu gildi þann 31. desember
2012.  Kjör og skilmálar eru almennt í samræmi við LMA fyrirtækjaviðmið (e.
Loan Market Association corporate standards) en helstu skilmálabreytingar eru
þessar: 

  -- Greiðsluvíkjandi láni (e. junior)  er breytt í hefðbundið sambankalán (e.
     senior) og því verður fjármögnunin eingöngu byggð á einföldu
     lánafyrirkomulagi.
  -- Fjármögnunin er tryggð til næstu fjögurra ára þar sem framlengt er um eitt
     ár; gjalddagar lána eru því í nóvember 2016 í stað nóvember 2015.
  -- Meðalvaxtakjör í upphafi EURIBOR/LIBOR +250 bps en geta breyst með tilliti
     til skuldsetningar félagsins.



Erik Kaman, fjármálastjóri Marel:

“Við erum afar sátt við fjármögnun félagsins frá 2010 og þá banka sem standa að
henni með okkur. Nú höfum við breytt lánum okkur á hagkvæman hátt þannig að þau
eru öll hefðbundin og þar að auki höfum við framlengt samninga okkur um eitt
ár. Þetta gerir okkur kleift að lækka vaxtakostnað félagsins enn frekar og að
auki styður þetta vel við vaxtarstefnu og markmið Marel til lengri tíma.“ 



Frekari upplýsingar veitir:

Helga Björk Eiríksdóttir, fjárfesta- og almannatengill. Símar: 563 8543 og 853
8543. 



Um Marel

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á
fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki
í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.