2008-01-10 17:21:35 CET

2008-01-10 17:21:35 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Hf. Eimskipafélag Íslands - Ársreikningur

Birting 12 mánaða uppgjörs þann 30. janúar 2008


Hf. Eimskipafélag Íslands birtir uppgjör ársins 2007 sem lauk 31. október 2007,
þann 30. janúar eftir lokun markaða. Athugið að þetta er breyting á áður
auglýstum birtingartíma. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður
haldinn fimmtudaginn, 31. janúar, í húsakynnum Eimskips, Sundakletti, að
Korngörðum 2. Kynning á uppgjörinu hefst stundvíslega kl. 08:30 og boðið verður
upp á morgunverð. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips og Stefán Ágúst
Magnússon, fjármálastjóri Eimskips kynna afkomu félagsins og svara spurningum. 

Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á
heimasíðu Hf. Eimskipafélags Íslands www.eimskip.is. Vinsamlega hafið samband
við Dögg Hjaltalín, forstöðumanns fjárfestatengsla, í síma 825 7225, fyrir
nánari upplýsingar. 

Um Eimskip
Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t.
skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á
hitastýrða flutninga og geymslu. Eimskip rekur um 280 starfsstöðvar í um 30
löndum. Fyrirtækið er með 50 skip í rekstri, 2.000 flutningabíla og tengivagna
og um 180 frystigeymslur. Starfsmenn eru um 14.000.