2015-10-29 17:10:24 CET

2015-10-29 17:11:25 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi 2015


  -- Hagnaður eftir skatta nam 103,1 milljón USD og jókst um 17,3 milljónir USD
     frá fyrra ári.
  -- EBITDA nam 150,9 milljónum USD samanborið við 123,9 milljónir USD 2014. 
  -- EBITDA hlutfall var 35,1% samanborið við 29,6% á sama tímabili árið áður. 
  -- Heildartekjur jukust um 3%, aukningin er um 13% á föstu gengi.
  -- Eiginfjárhlutfall var 46% í lok september.
  -- EBITDA-spá fyrir árið 2015 hækkuð í 210-215 milljónir USD.



BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON, FORSTJÓRI:

„Afkoma á þriðja ársfjórðungi var góð og reksturinn gekk vel. Við uppfærðum
EBITDA spá okkar fyrr í vikunni og gerum ráð fyrir að EBITDA ársins verði
210-215 milljónir USD. Hækkunin skýrist af góðri afkomu félagsins á þriðja
ársfjórðungi, einkum vegna hærri farþegatekna og lægri eldsneytiskostnaðar, auk
þess sem viðhaldskostnaður var lægri en áætlað hafði verið. Þá hafa
afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst, aðallega vegna sterkari
bókunarstöðu í millilandaflugi auk þess sem ytri þættir hafa þróast hagfellt
fyrir félagið frá síðasta uppgjöri. 

Horfur í rekstri Icelandair Group eru góðar. Í byrjun september var
millilandaflugáætlun ársins 2016 kynnt og fjölgar framboðnum sætiskílómetrum um
18% frá árinu 2015. Gert er ráð fyrir að flytja 3,5 milljónir farþega
samanborið við 3,0 milljónir farþega á yfirstandandi ári.  Samkeppnin á
markaðnum hefur aldrei verið meiri og ljóst að hún mun enn aukast á komandi
misserum, bæði til og frá Íslandi og yfir hafið. Ferðaþjónustan er að breytast,
ferðamannatímabilið er að lengjast sem hefur í för með sér minni
árstíðasveiflur og meiri tækifæri til uppbyggingar víða um land. 

Mikill vöxtur er í íslenskri ferðaþjónustu og voru aðstæður mjög krefjandi
síðastliðið sumar, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk fyrirtækja
okkar vann frábært starf yfir háannatímann.” 


Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
sími: 896-1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group
sími: 665-8801