2011-11-25 09:47:58 CET

2011-11-25 09:48:59 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor's breytir horfum um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í stöðugar úr neikvæðum.


Standard & Poor's breytir horfum um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í stöðugar úr
neikvæðum í kjölfar breytingar á horfum um lánshæfismat ríkissjóðs. 

Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í gær, 24. nóvember 2011, að
það hefði breytt horfum á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs í stöðugar úr neikvæðum. 

Jafnframt voru staðfestar einkunnirnar BB/B fyrir skuldbindingar í erlendri
mynt og BBB-/A-3 fyrir skuldbindingar í innlendri mynt. 

Breyting á horfum um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs er gerð í kjölfar breytingar á
horfum um lánshæfismat ríkissjóðs Íslands í stöðugar úr neikvæðum. 

Sjá nánari umfjöllun í viðhengi.