2013-08-14 15:57:43 CEST

2013-08-14 15:58:44 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun gefur út skuldabréf til 10 ára


Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfi til tíu ára að
fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 3,6 milljarðar
króna. Skuldabréfið var gefið út undir nýjum EMTN (e. Euro Medium Term Note)
rammasamningi fyrirtækisins um alþjóðlegar skuldabréfaútgáfur, án
ríkisábyrgðar, sem undirritaður var þann 26. júlí sl. Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs:

,,Landsvirkjun hefur verið með til skoðunar, útgáfu skuldabréfa, án
ríkisábyrgðar. Við höfum orðið vör við áhuga fjárfesta og því var ákveðið að
ráðast í gerð nýs rammasamnings og í kjölfarið samning um sölu fyrsta
skuldabréfsins án ríkisábyrgðar“. 

Skuldabréfið er með 4,45% föstum vöxtum. Vextir greiðast tvisvar sinni á ári en
höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili var Arion
banki hf. 



Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í síma 515-9000, netfang: rafnar@lv.is.