|
|||
![]() |
|||
2025-01-21 17:54:00 CET 2025-01-21 17:54:01 CET REGULATED INFORMATION Íslandsbanki hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur KauphallarinnarÍslandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs á almennum skuldabréfum í íslenskum krónumÍslandsbanki hf. hefur lokið útboði á tveimur flokkum almennra skuldabréfa. Heildar eftirspurn í útboðinu var 11.400 m.kr. Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB 28 1221 voru samtals 5.200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,58%. Heildartilboð voru 7.100 m.kr. á bilinu 4,51% til 4,63%. Samþykkt tilboð í verðtryggða græna flokkinn ISB 36 1114 GB voru samtals 3.600 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,74%. Heildartilboð voru 4.300 m.kr. á bilinu 3,68% til 3,78%. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 28. janúar 2025. |
|||
|