2010-11-17 10:58:01 CET

2010-11-17 10:58:59 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Jákvæð viðbrögð við tilboði Marel til skuldabréfaeigenda


Eigendur samtals 65,65% af útistandandi skuldabréfum í flokki MARL 06 1
(„Skuldabréfin“) hafa tekið skilyrtu tilboði Marel um endurkaup á bréfunum, sem
tilkynnt var um þann 1. nóvember síðastliðinn, samtals 1.510 milljónir ISK að
nafnverði.  Verðið sem tilboðið fól í sér var par verð þess dags sem möguleg
endurkaup fara fram. Eftir möguleg endurkaup á Skuldabréfunum nema útistandandi
bréf í flokknum 790 milljónum ISK, eða um 13% af heildarflokknum, sem er 6.000
milljónir ISK að nafnverði. 

Í samræmi við skilmála tilboðsins verður gengið frá endurkaupum þremur
viðskiptadögum eftir að Marel tilkynnir að skilyrðum þess um viðunandi
fjármögnun félagsins hafi verið fullnægt. 

Skuldabréfin eru gefin út á Íslandi í febrúar 2006 og skráð á NASDAQ OMX
Iceland (ISIN No: IS0000012177) með gjalddaga 8. febrúar 2012. 

Erik Kaman, fjármálastjóri:
„Við þökkum skuldabréfaeigendum fyrir jákvæðar undirtektir við tilboðinu.
Möguleg endurkaup gera félaginu kleift að draga frekar úr gjaldeyrisáhættu auk
þess að vera mikilvægt skref í áætlun okkar um að tryggja fyrirtækinu stöðuga
og hagkvæma nýja fjármögnun. Stefna Marel er að fjármagna félagið í samræmi við
tekjusamsetningu. Eins og fram hefur komið eigum við um þessar mundir í
formlegum viðræðum við alþjóðlega banka um slíka fjármögnun. “ 

MARL 06 1 er annar tveggja skuldabréfaflokka Marel sem skráður er á NASDAQ OMX
Iceland. Hinn flokkurinn, MARL 09 1, er að fullu uppgreiðanlegur hvenær sem er
fyrir gjalddaga í nóvember 2011 og hyggst Marel greiða hann upp að fullu háð
því að viðunandi fjármögnun verði til staðar. 

Ráðgjafar Marel í endurgreiðsluferlinu eru H.F. Verðbréf hf. 


Nánari upplýsingar veitir:
Jón Ingi Herbertsson, fjárfesta- og almannatengsl, Marel,
jon.herbertsson@marel.com, sími: 563 8451.